Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar sigruðu Fjölni
Fimmtudagur 10. nóvember 2011 kl. 09:36

Njarðvíkingar sigruðu Fjölni

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Dalhúsin í Grafarvogi í gærkvöld þegar grænar lögðu gular 78-99 í Iceland Express deild kvenna. Shanae Baker fór mikinn í Njarðvíkurliðinu með 34 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en í liði Fjölnis var Brittney Jones með heil 40 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Eftir sigurinn eru Njarðvíkingar í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Fjölnir í 4.-8. sæti með 4 stig.

Leikurinn gekk í bylgjum hjá Fjölni, voru oftar en ekki 9-10 stigum á eftir Njarðvíkingum en náðu svo að klóra sig nærri. Fyrstu þrjátíu mínútur leiksins einkenndust af þessum sveiflum þar sem Fjölnir var að elta.

Í fjórða leikhluta skildu endanlega leiðir, Njarðvík vann leikhlutann 15-26 og þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir gerðu vel gegn Brittney Jones þrátt fyrir að hún hafi skoraði 40 stig í leiknum. Jones átti erfitt uppdráttar gegn þeim í fjórða leikhluta og hafði það töluverð áhrif á leik Fjölnisliðsins.

Þriggja stiga skotin voru ekki að detta hjá Fjölni, 0 af 13 og hafði það sitt að segja. Nánast með ólíkindum að koma ekki niður þriggja stiga skoti allan leikinn.

Njarðvík: Shanae Baker 34/8 fráköst/6 stoðsendingar, Lele Hardy 23/17 fráköst/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 17, Sara Dögg Margeirsdóttir 10, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1, Harpa Hallgrímsdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0.



Karfan.is

Myndir Björn Ingvarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024