Njarðvíkingar sigruðu á Garðskagavelli
Njarðvíkingar lögðu Víði Garði að velli 3-1 í deildarbikarkeppni KSÍ í gær. Það var Michael Jónsson sem skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á 17. mínútu og Marteinn Guðjónsson kom Njarðvíkingum svo í 2-0 á 25. mínútu.
Gunnar Örn Einarsson gerði þriðja mark Njarðvíkinga á 33. mínútu leiksins en það var Gunnar Júlíus Helgason sem minnkaði muninn í 3-1 fyrir Víði og því nóg um að vera í fyrrihálfleik. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og því lauk leiknum 3-1 fyrir Njarðvík sem er í öðru sæti í öðrum riðli í B-keppni deildarbikarkeppni KSÍ.
Staðan í riðlinum:
Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Leiknir R. 5 4 1 0 20 : 8 12 13
2 Njarðvík 5 3 1 1 15 : 7 8 10
3 Víkingur Ó. 5 3 0 2 9 : 7 2 9
4 KFS 5 2 0 3 11 : 12 -1 6
5 Víðir 5 2 0 3 9 : 10 -1 6
6 Árborg 5 0 0 5 3 : 23 -20 0
VF-mynd/ frá leik Njarðvíkinga og Þróttar síðasta sumar