Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 30. júní 2002 kl. 18:28

Njarðvíkingar Shellmótsmeistarar A- og D-liða

Shellmótinu í knattspyrnu lauk í dag Eyjum en um er að ræða árlegt knattspyrnumót yngstu flokkanna. 6. flokkur Njarðvíkinga stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði í keppni A- og D-liða. Njarðvík sigraði FH 3 - 1 í úrslitaleik A-liða og D-liðið sigraði FH 4 - 1 í úrslitaleiknum en báðir leikirnir fóru fram í dag.

Einn leikmaður úr Njarðvík, Styrmir Gauti Fjelsted, var valinn í Landslið mótsins sem lék gegn Pressuliðinu.

Mynd fékkst af heimasíðu UMFN
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024