Sunnudagur 20. september 2020 kl. 11:32
Njarðvíkingar sendu Norðmanninn heim
Domino’s deildarlið Njarðvíkinga í körfubolta sleit samningi sínum við Norðmanninn Johannes Dolven.
Norski miðherjinn kom til Njarðvíkur síðla sumars og hefur verið hjá liðinu í fjórar vikur en Njarðvíkingar vildu ekki framlengja samstarfið og því fer stóri Norðmaðurinn til síns heima.