Miðvikudagur 10. febrúar 2016 kl. 09:35
Njarðvíkingar semja við Slóvaka
Njarðvíkingar halda áfram að bæta við sig leikmönnum í 2. deildinni í fótboltanum. Nú hafa þeir samið við Slóvakann Marián Polák. Leikmaðurinn sem er 33 ára hefur verið búsettur í Reykjanesbæ um hríð og hefur æft með liðinu í nokkurn tíma.