Njarðvíkingar semja við Jón Sverrisson
Njarðvíkingar hafa samið við Jón Sverrisson um að leika með liðinu í Domino's deild karla á komandi tímabili. Karfan.is greinir frá. Jón er uppalinn hjá Fjölni en samdi til tveggja ára við Stjörnuna árið 2013 eftir að hafa slitið krossband í janúar á því sama ári. Jón kom ekki mikið við sögu hjá Stjörnunni og átti við meiðsli að stríða þar en hefur náð sér í fínt stand og er tilbúin í átökin fyrir komandi tímabil.