Njarðvíkingar ráku Antonio Houston
Antonio Houston hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkinga í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Forsvarsmenn liðsins sögðu upp samningnum hann .Antonio Houston lék þrjá leiki með Njarðvík, skoraði að meðaltali 18,7 stig í leik og var með 5,7 fráköst. Það er alls ekki slæm frammistaða og því kom þessi ákvörðun því mörgum á óvart enda var Antonio stigahæstur í liðinu.
Njarðvíkingar hafa fengið Christopher Smith til liðs við sig í stað Antonio. Christopher lék með Fjölni á síðasta keppnistímabili, skoraði rúmlega 23 stig og tók 12 fráköst að meðaltali í leik. Smith mun væntanlega leika sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum á mánudaginn.
,,Houston kom hérna og var lengi að komast í gang, hann stóð sig ágætlega síðustu tvo leiki en hann er ekki leikmaður sem ég vil hafa í liðinu, hann spilaði t.d. ekki nægilega góða vörn ásamt mörgu öðru,“ hefur körfuboltavefurinn karfan.is eftir Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Njarðvíkinga.
Sjá nánar hér á www.karfan.is