Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 26. mars 2002 kl. 23:29

Njarðvíkingar „pökkuðu“ KR-ingum saman og leiða einvígið 2-0

Njarðvíkingar sigruðu KR-inga í kvöld 98:80 í undanúrslitum Epson-deildarinnar í körfu og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar leiddu í hálfleik 53:35 og þurfa nú aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum.Það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í þessum leik því Njarðvíkingar komu „dýrvitlausir“ til leiks og yfirspiluðu heimamenn strax frá byrjun. Gestirnir sem spiluðu án Brentons Birmingham náðu greinilega að þjappa sér vel saman enda spiluðu þeir glimmrandi vel. Mikið var um flott tilþrif í þessum leik eins og þeim fyrri og sáust troðslur hvað eftir annað. Njarðvíkingar leiddu allan leikinn og voru mest með um 30 stiga forskot sem KR-ingar náðu aðeins að saxa á en það nægði þó ekki til að gera leikinn spennandi.
Páll Kristinsson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir Njarðvíkinga með sín 21 stigin hvor og Teitur var með 18 stig. Jón Arnór skoraði 20 stig fyrir KR.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024