Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar óþægilega nærri botninum
Baginski setti niður þriggja stiga körfu til að jafna leikinn í blálokin – það reyndist ekki duga. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 27. apríl 2021 kl. 09:44

Njarðvíkingar óþægilega nærri botninum

Njarðvík töpuðu fyrir Hetti í Njarðtaks-gryfjunni í gær í Domino's-deild karla í körfuknattleik. Með tapinu er körfuboltastórveldið Njarðvík á ókunnum slóðum, liðið er komið hættulega nálægt fallsæti.

Njarðvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhluta en það má segja að Hattarmenn hafi komist langt með að gera út um leikinn í öðrum leikhluta sem þeir unnu með tíu stigum og staðan 33:38 fyrir Hetti í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hattarmenn juku forystu sína í 49:61 í þriðja leikhluta en þá vöknuðu Njarðvíkingar til lífsins og keyrðu upp stemmninguna í salnum. Rétt undir lok fjórða leikhluta jöfnuðu Njarðvíkingar í 72:72 þegar Maciek Baginski setti niður þriggja stiga körfu. Ólafur Helgi Jónsson hirti svo frákast eftir misheppnað skot Hattar, Njarðvíkingar með boltann þegar tæpar 40 sekúndur voru eftir af leiknum og þeir tóku leikhlé.

Það má segja að Njarðvíkingar hafi verið með pálmann í höndunum þegar þeir lögðu upp í það sem átti að vera lokasóknin. Rodney Glasgow Jr. hélt hins vegar boltanum og lét skotklukkuna líða án þess að svo mikið sem reyna skot. Hattarmenn fengu boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir, brunuðu upp og skoruðu. Það reyndist sigurkarfan, lokatölur 72:74, og Hattarmenn eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Njarðvík sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Njarðvík: Kyle Johnson 16/12 fráköst, Mario Matasovic 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Antonio Hester 12/14 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 9, Logi  Gunnarsson 7, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 5, Jón Arnór Sverrisson 4, Gunnar Már Sigmundsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0.
Höttur: Michael A. Mallory II 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 17/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst, David Guardia Ramos 7, Hreinn Gunnar Birgisson 6, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 5/16 fráköst, Dino Stipcic 5/4 fráköst, Juan Luis Navarro 0, Sigmar Hákonarson 0, Brynjar Snaer Gretarsson 0, Sævar Elí Jóhannsson 0, Matej Karlovic 0.