Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 11. nóvember 2023 kl. 13:42
Njarðvíkingar opna dyrnar fyrir Grindvíkingum
Njarðvíkingar hafa opnað dyr sínar fyrir Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum og bjóða iðkendum Grindavíkur að æfa endurgjaldslaust hjá félaginu.
Í auglýsingu frá félaginu segir að hugur allra Njarðvíkinga sé hjá Grindvíkingum á þessum óvissutímum og UMFN sendir öllum Grindvíkingum baráttukveðjur.