Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 25. mars 2001 kl. 10:25

Njarðvíkingar og KR-ingar bornir saman fyrir kvöldið

Í kvöld hefjast undanúrslitarimmur Njarðvíkur og KR annars vegar og Tindastóls og Keflavíkur hins vegar. VF skoðar tölulegar staðreyndir vetrarins, otar lykilleikmönnum Njarðvíkur og KR saman og metur kosti og galla hverrar stöðu í byrjunarliðum liðanna.Brenton J.Birmingham og Ólafur J. Ormsson

Þetta er líklegast skemmtilegasta einstaklingsrimman í umferðinni. Þessir leikmenn eru hjartað í sínum liðum, eru stigahæstir með flestar
mínútur spilaðar, eru úrvalsspilarar í alla staði þótt Brenton sé óumdeilanlega meira prúðmenni á velli en Ólafur sem hefur ekki
eignast aðdáendur vegna þessa þáttar enn. Hann er þó skemmtilegt tilbreyting frá hinum hefðbundna höfuðborgarleikmanni, berst eins
og hann sé hreinræktaður landsbyggðarpiltur. Nái annar að brjóta vilja hins er þessi sería búin, hvort sem það gerist í fyrsta leik
eða þeim síðasta.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Brenton J. Birmingham3323,564,443,477,97,45,43,73,7
Ólafur J. Ormsson 3220,252,341,184,26,02,62,61,4


Logi Gunnarsson og Jón Arnór Stefánsson

Ungu stjörnurnar tvær Logi og Jón Arnór munu líklegast þurfa að kljást hvor við aðra. Tölur þeirra eru keimlíkar að mörgu leyti
þó Logi skori meira og sé meiri 3 stiga skytta en Jón sem vegur það upp með fleiri gegnumbrotum og stoðsendingum.
Stóra málið er að báðir eru svo fljótir að aðrir leikmenn gætu slasast í kjölsoginu sem myndast þegar þeir þjóta framhjá þannig að
hvernig þeim gengur hvor með annan er þjálfurum beggja liða mikilvægt. Taki annar völdin gæti lið hins þurft að skipta í svæðisvörn.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Logi Gunnarsson2820,749,439,377,33,22,12,01,7
Jón A Stefánsson3016,856,33178,33,23,52,13,2


Friðrik Stefánsson og Keith Vassel

Hér eru Njarðvíkingar í vandræðum. Ekki örvænta þó alveg sunnanmenn því Friðrik heldur sínu vel undir körfunni en verður því miður að
láta í minni pokann þegar Vassel er að þvælast úti á velli og setja niður þriggja stiga körfur. Fari hann í gang þar opnast botnhlerarnir
og Örkin hans Friðriks sekkur því þá opnast fyrir gegnumbrotunum sem Vassel er sérlega lipur að nýta. Hrökkvi Friðrik hins vegar í gang
sóknarmegin á vellinum hlýtur þjálfari KR að renna kalt vatn milli skinns og búnings því KR-ingar mega hvorki við villuvandræðum né því
að opnist fyrir skyttur grænklæddar. Hérna þurfa áhorfendur sérstaklega að fylgjast með í fyrsta leikhluta, telja villurnar og fylgjast
hjálparvörninni þegar Vassel kemur að vörninni með boltann í knattrakstri. Ójá, og telja hve oft Friðrik fær boltann í nálægð við körfuna.












NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Friðrik E Stefánsson268,949,2---596,81,42,83,6
Keith C Vassell 3416,559,23061,59,34,92,33,3


Teitur Örlygsson og Arnar Kárason

Teitur er vandræðapiltur fyrir KR og alveg spurning hvort KR gerir ekki breytingar strax, láti Arnar á Loga og reyna að láta Jón Arnór
takast á við Teit. Fyrir KR er lykilatriði að koma í veg fyrir að Teitur verði heitur. Ekki taka þetta óstinnt upp, tímabilið í ár
er hans slakasta í úrvalsdeild en Teitur þekkt stærð þegar í úrslitakeppnina er komið. Hann stígur fram og tekur ábyrgð þegar það skiptir
máli. Ég tel líklegt að KR reyni að beita pilt eins miklu líkamlegu ofbeldi og dómararnir leyfa, gefi honum ekkert pláss fyrir skotin
og stöðvi hefðbundnar gegnumbrotstilraunir hans með hjálparvörn. Teitur þarf að láta meira til sín taka nær körfunni, sérstaklega ef
Ingi Þór hyggst senda Arnar á hann. Forvitnilegt hvort fyrrum félagi, Hermann Hauksson (25 mín. á leik), fái ekki kallið snemma af bekknum.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Teitur Örlygsson2811,546,226,176,54,52,72,52,2
Arnar Kárason 2910,25230,468,42,63,02,33,1


Jes V. Hansen og Ingvaldur M. Hafsteinsson

Danski landsliðsframherjinn er lykilmaður fyrir Njarðvík. KR-ingar eiga engan sem getur átt við hann í teignum, þ.e.a.s enga tvo því Vassel
getur ekki gætt bæði Jes og Friðriks. Ingvaldur hefur komið aðeins á óvart í vetur og á skilið virðingu andstæðingsins. Hann er að skila
ágætis tölum, að vítanýtingunni undanskilinni en Jes vinnur engin verðlaun á vítalínunni heldur. Ingvaldur mun lenda í erfiðleikum, jafnvel
villuvandræðum og þeir Hermann Hauksson og Jonathan Bow munu bakka hann upp. Það er helst að Bow geti haldið Jes frá körfunni og reynir
verulega á vilja Hansensins þegar Bow (23 mín. á leik) dekkar hann.











NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Jes Hansen2813,656,73755,17,41,41,61,2
Ingvaldur M.Hafsteinsson 2610,660,844,448,35,01,81,81,5

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024