Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 13. ágúst 2001 kl. 11:11

Njarðvíkingar og GG með 3 mörk

Njarðvíkingar mættu ÍH í Njarðvík í roki og rigningu á föstudaginn. Njarðvíkingar höfðu betur í leiknum og unnu með 3 mörkum gegn 1.
Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu þegar Bjarni Sæmundsson skoraði úr vítaspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik héldu Njarðvíkingar uppi uppteknum hætti og á 58. mínútu skoraði Kristinn Örn Agnarsson annað mark leiksins. Stuttu seinna náðu ÍH að minnka munin þegar Gunnar Helgason skoraði úr vítaspyrnu. Sævar Gunnarsson gerði síðan út um leikinn á 86. mínútu. Njarðvík er í 2. sæti B-riðils með 26 stig.
Sama kvöld mættust GG úr Grindavík og Árborg í Grindavík. Leiknum lauk með 3:3 jafntefli en Grindvíkingarnir eru nú í 5 sæti b-riðils með 10 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024