Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar öflugir á Íslandsmeistaramóti í brasilísku jiu-jitsu
Jana Lind Ellertsdóttir varð sú þriðja í opnum flokki.
Miðvikudagur 27. september 2017 kl. 09:41

Njarðvíkingar öflugir á Íslandsmeistaramóti í brasilísku jiu-jitsu

Njarðvíkingar stóðu sig vel á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í brasilísku jiu-jitsu sem haldið var í sjöunda sinn síðastliðinn laugardag. Njarðvíkingar sigruðu tvo þyngdarflokka, en það voru þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Halldór Matthías Ingvarsson. Fjölmargir aðrir unnu til verðlauna.

Mótið var haldið í húsakynnum Júdódeildar UMFN og Taikwondódeildar Keflavíkur í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ingólfur Rögnvaldsson varð sá þriðji í 14-15 ára flokki.