Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvíkingar nældu í sigur
Fimmtudagur 16. febrúar 2017 kl. 11:13

Njarðvíkingar nældu í sigur

Keflvíkingar töpuðu toppslag - enn tapa Grindvíkingar

Af Suðurnesjaliðunum náðu aðeins Njarðvíkingar að landa sigri í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Keflvíkingar töpuðu toppslag á heimavelli á meðan Grindvíkingar töpuðu spennandi leik. Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, Njarðvíkingar í því sjötta og Grindvíkingar á botninum sem fyrr.

Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Haukum í spennandi leik. Lokatölur 61-66 þar sem Carmen Tyson-Thomas lét að sér kveða venju samkvæmt hjá grænum. Hún skoraði 38 stig og tók 22 fráköst.

Public deli
Public deli

Grindvíkingar töpuðu enn einum leiknum þegar Stjörnukonur komu í heimsókn. Grindvíkingar voru með pálmann í höndunum en gestirnir unnu síðasta leikhluta með 17 stigum og fóru því með sigur af hólmi. María Ben Erlingsdóttir og Ingunn Embla voru stigahæstar heimakvenna með 15 stig hvor.

Bikarþreytan sat eflaust í Keflvíkingum eftir helgina en þær þurftu að sætta sig við tap í toppslag gegn Snæfellingum á heimavelli sínum. Leikurinn var jafn og spennandi en eftir fyrsta leikhluta, þar sem Keflvíkingar náðu 8 stiga forystu, þá tóku gestirnir völdin í leiknum og höfðu fimm stiga sigur 57-62. Þær sömu og fóru fyrir Keflavíkurliðinu í bikarúrslitum héldu uppteknum hætti. Ariana Moorer skoraði 22 stig og Birna Valgerður var með 14. Thelma Dís var svo með 13 stig og 9 fráköst.

Tölfræðin

Grindavík-Stjarnan 71-74 (11-15, 29-20, 21-12, 10-27)
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 15, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 13/10 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 11/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 8, Hrund Skúladóttir 6, Lovísa Falsdóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0.

Keflavík-Snæfell 57-62 (18-10, 11-18, 16-19, 12-15)
Keflavík: Ariana Moorer 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/9 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/4 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.

Haukar-Njarðvík 61-66 (17-22, 18-20, 17-11, 9-13)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 38/22 fráköst/7 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 9, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 7/13 fráköst, María Jónsdóttir 3, Björk Gunnarsdótir 2/4 fráköst/5 stolnir, Erna Freydís Traustadóttir 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/5 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.
 

Staðan

1       Skallagrímur    21      16      5       1539    -       1377    32
2       Snæfell 21      16      5       1511    -       1293    32
3       Keflavík        21      15      6       1509    -       1298    30
4       Stjarnan        21      12      9       1380    -       1384    24
5       Valur   21      9       12      1534    -       1505    18
6       Njarðvík        21      8       13      1427    -       1604    16
7       Haukar  21      5       16      1266    -       1451    10
8       Grindavík       21      3       18      1355    -       1609    6