Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 18. ágúst 2003 kl. 10:22

Njarðvíkingar náðu stigi

Njarðvíkingar halda áfram að hrella topplið 1. deildar karla í knattspyrnu. Í gær gerði liðið 1-1 jafntefli við Víking á útivelli en Víkingur í harðri baráttu við Þór og Keflavík um sæti í úrvalsdeild. Njarðvíkingar vörðust vel í leiknum og Víkingar komust lítt áfram. Gestirnir komust yfir á 32. mínútu með marki frá Eyþóri Guðnasyni, hans 8. mark í sumar, og þannig stóðu leikar í hlé. Heimamenn náðu hins vegar að jafna fljótlega í seinni hálfleik, 1-1, og það urðu lokatölur.Þegar 14 umferðum er lokið eru Njarðvíkingar í 6. sæti deildarinnar með 16 stig, 5 stigum frá fallsæti. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppni 1. deildar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024