Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar náðu í stig gegn KV
Viktor Unnar er kominn á blað hjá Njarðvík.
Föstudagur 7. júní 2013 kl. 09:30

Njarðvíkingar náðu í stig gegn KV

Njarðvíkingar náði í stig gegn toppliðinu í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Njarðvíkingar mættu KV í Vesturbænum og komu þaðan með stig eftir 2-2 jafntefli.

Njarðvíkingar lentu tvisvar undir í leiknum en náðu í bæði skiptin að rétta úr kútnum. Fyrst var þar á ferðinni Gunnar Oddgeir Birgisson sem skoraði undir lok fyrri hálfleiks og svo skoraði Viktor Unnar Illugason mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Njarðvíkingar eru í 8. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024