Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar með öruggan sigur
Laugardagur 11. desember 2010 kl. 17:46

Njarðvíkingar með öruggan sigur

Njarðvík sigraði KFÍ 101-79 í Iceland Express deildinni í körfubolta í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Njarðvík náði 23. stiga forystu í fyrsta fjórðung en glopruði því niður og aðeins 6 stig skildu liðin í hálfleik. Njarðvíkingar voru hinsvegar sterkari á endasprettinum og unnu verðskuldaðan sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar eru þá komnir með 8 stig eftir 10 umferðir en KFÍ situr áfram í öðru fallsætanna með 4 stig.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð sáttur við sigurinn, þó þeir hafi slakað aðeins á í öðrum leikhluta eftir að hafa spilað glæsilegan körfubolta í þeim fyrsta. Frábær vörn í fjórðaleikhluta skilaði þeim svo þessum sigri.

Jóhann Ólafsson skoraði 27 stig fyrir Njarðvík, Chris Smith 18 og Guðmundur Jónsson 16. Craig Schoen skoraði 23 stig fyrir Ísfirðinga og Nebojsa Knezevic 19.

VF-Myndir/siggijóns

-

-

-

-