Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar með nýjan aðstoðarþjálfara í körfunni
Miðvikudagur 16. ágúst 2017 kl. 09:39

Njarðvíkingar með nýjan aðstoðarþjálfara í körfunni

-Rúnar Ingi aðstoðar Daníel á komandi leiktíð

Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við starfi aðstoðarþjálfara hjá karlaliði Njarðvíkur í körfubolta og mun því aðstoða Daníel Guðna Guðmundsson í baráttunni í Domino´s-deild karla á komandi vertíð.

Rúnar sem síðast var á mála hjá Hamri í 1. deild karla segir nú skilið við tíma sinn sem leikmaður en þar hefur hann komið víða við m.a. hjá Hamri, Val, Breiðablik og vitaskuld uppeldisklúbbnum Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er hrikalega spennandi tímabil framundan, ég og Daníel erum spenntir að fá að stýra þessu sögufræga liði saman á parketinu,“ sagði Rúnar Ingi og bætti við að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að hætta sem leikmaður.

„Með núverandi starfi mínu hefur það verið ákveðin áskorun að leika í og við efstu deild. Nú var bara kominn tími til að segja skilið við minn tíma sem leikmaður og hjálpa til hér hjá uppeldisfélaginu enda er það mjög áhugavert verkefni að starfa með jafn efnilegum þjálfara og Danna.“