Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar með flottan sigur á Íslandsmeisturunum
Njarðvíkingar léku mjög vel gegn KR og unnu sigur á útivelli.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 10:40

Njarðvíkingar með flottan sigur á Íslandsmeisturunum

Grindvíkingar unnu Val á heimavelli

Njarðvíkingar eru heldur betur komnir í gang eftir brösuga byrjun í Domino’s deildinni í körfubolta en þeir sigruðu KR á útivelli í gærkvöldi í spennandi leik 75:78.

Njarðvík var með yfirhöndina nær allan tímann og náði mest 15 stiga forskoti í fjórða leikhluta en Íslandsmeistarar KR náðu frábærum kafla og jöfnuðu leikinn á tveggja mínútna kafla. Það var síðan mikið fjör á lokakafla leiksins en Njarðvíkingar voru sterkari eins og allan leikinn og innbyrtu mjög flottan sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýr leikstjórnandi Chaz C. Williams fór á kostum iðulega í leiknum en hann skoraði líka mest hjá UMFN og var með 19 stig. Smár en afar knár leikmaður og smellur vel inn í leik Njarðvíkurliðsins. Williams „samnýtir“ leiktímann með öðrum Bandaríkjamanni, Wayne E. Martin sem einnig er drjúgur í öðrum verkum fyrir liðið, inni í teig.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari UMFN var hrikalega ánægður með sína menn eins og hann segir í viðtali eftir leikinn við karfan.is

KR-Njarðvík 75-78 (14-19, 17-18, 18-24, 26-17)

KR: Kristófer Acox 16/9 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 15, Michael Craion 10/7 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9, Björn Kristjánsson 8/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 7/7 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 6, Matthías Orri Sigurðarson 4/5 fráköst, Sveinn Búi Birgisson 0, Þorvaldur Orri Árnason 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Benedikt Lárusson 0.

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 19/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Mario Matasovic 16/9 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 12/6 fráköst, Logi  Gunnarsson 9, Kristinn Pálsson 8/7 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 5/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/7 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 4, Guðjón Karl Halldórsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Arnór Sveinsson 0

Grindvíkingar unnu Valsmenn 85:69 á heimavelli og voru miklu betri en gestirnir í leiknum í gærkvöldi. Heimamenn söfnuðu upp 24 stiga forskoti í fyrstu þremur leikhlutunum og máttu því við því að slaka aðeins á í lokaleikhlutanum sem Valsmenn unnu.

Flottur Sigur hjá Grindvíkingum sem eins og Njarðvíkingar byrjuðu mótið illa en virðast vera að komast í gang.

Grindavík-Valur 85-69 (25-14, 19-14, 29-21, 12-20)

Grindavík: Jamal K Olasawere 20/9 fráköst, Valdas Vasylius 19, Ingvi Þór Guðmundsson 14, Sigtryggur Arnar Björnsson 11/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7, Kristófer Breki Gylfason 5, Bragi Guðmundsson 0, Hafliði Róbertsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.