Njarðvíkingar með 10 verðlaun á Íslandsmeistaramótinu í Júdó
Um helgina fóru 11 keppendur frá Júdódeild Njarðvíkur á Íslandsmeistaramót Júdósambands Íslands. Mótið er það sterkasta sem haldið er hérlendis á ári hverju. Njarðvík til 10 verðlauna á mótinu, eitt gull, fjögur silfur og fimm brons komu í hús.
Ingólfur Rögnvaldsson varð Íslandsmeistari í -34kg flokki barna 11-12 ára. Hann vann sinn flokk með yfirburðum. Í -55kg flokki 11-12 ára voru sex keppnendur og einn frá Njarðvík.
Halldór Logi Sigurðsson UMFN glímdi til úrslita við Smára Kristjánsson. Viðureignin var hádramatísk. Þar sem Halldór Logi skellit Smára á bakið og dómarinn dæmdi Halldóri sigurinn. En nýtt myndavélakerfi hnekkti úrskurði dómarans og viðureignin hélt áfram og endaði í gólfinu þar sem Smári sigraði á fastataki. Þetta er mikið afrek miðað við að þetta er fyrsta íslandsmót Smára.
Bjarni Darri Sigfússon vann til silfurverðlauna í -66kg flokki 13-14 ára. Flokkurinn var mjög stór þar sem sex drengir öttu kappi í tveim riðlum. Bjarni sigraði sinn riðil og mætti Ásþóri Loka Rúnarssyni (JR) í úrslitaglímu. Ásþór sigraði þá viðureign á ipponkasti.
Brynjar Kristinn Guðmundsson vann einnig til silfurverðlauna í +90kg flokki þar sem hann glímdi til úrslita við Adrian Sölva (JR) sem er einn efnilegasti þungavigtarmaður Íslands. Þessi glíma var erfið og veitti Brynjar Adrina mikla keppni þrátt fyrir mikinn þyngdar- og hæðarmun. Adrian er nefnilega um 110kg og vel yfir tvo metra. Brynjar var þó nær búinn að yfirbuga hann snemma leiks. En glíman endaði í gólfinu án stiga og Adrian hélt Brynjari í fastataki í 15 sekúndur og vann hann þar með.
Birna Þóra stefánsdóttir keppti til úrslita í -36kg flokki stúlkna 11-12 ára. Andstæðingur hennar var Karen Guðmundsdóttir sem hefur lútað í lægra haldi fyrir Birnu í allan vetur. Karen sigraði Birnu með fallegu ipponkasti þegar nokkuð var liðið á glímuna.