Njarðvíkingar mæta Snæfellingum í dag
Undanúrslitin í Lýsingarbikarkeppni karla hefjast í dag kl. 15:00 þegar Njarðvíkingar taka á móti Snæfellingum í Ljónagryfjunni. Einn leikur fór fram í gær þegar Haukar lögðu Fjölni í kvennaflokki og tryggðu sér farseðilinn í Laugardalshöll. Haukar mæta Grindavík eða Keflavík í úrslitaleiknum en undanúrslitaleikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram í Röstinni í Grindavík á morgun.
Njarðvíkingar eru heitir í bikarnum þar sem liðið hefur unnið sjö bikarleiki á heimavelli í röð og á sama tíma hafa Snæfellingar aldrei unnið bikarleik á Suðurnesjum. Liðin mættust síðast í Stykkishólmi í deildarkeppninni í fremur bragðdaufum leik þar sem Hólmarar höfðu sigur. Tekst Snæfellingum að landa sínum fyrsta bikarsigri á Suðurnesjum eða fara Njarðvíkingar í Höllina.
Njarðvík-Snæfell
Ljónagryfjan 2. janúar
15:00
VF-Mynd/ Úr safni - Brenton Birmingham verður í aðalhlutverki í Njarðvíkurliðinu í dag.