Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar mæta KR í kvöld
Sunnudagur 2. júlí 2006 kl. 09:05

Njarðvíkingar mæta KR í kvöld

16 liða úrslit í VISA bikarkeppni karla fara fram í dag og taka Njarðvíkingar á móti KR kl. 19:15 á Njarðvíkurvelli. Njarðvíkingar eru á toppi 2. deildar en KR leika eins og kunnugt er í Landsbankadeildinni.

 

Síðasti leikur sem fór fram á Njarðvíkurvelli lauk með 10-0 sigri Njarðvíkinga gegn Sindra en þó enginn geri ráð fyrir slíkum tölum hjá Njarðvíkingum í kvöld þá er aldrei að vita nema þeir grænu nái að stríða vesturbæjarstórveldinu og jafnvel setja mark eða mörk á þá.

 

VF-mynd/ KR-ingar hafa áður mætt á Njarðvíkurvöll og þurft að hafa fyrir sigrum sínum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024