Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar lögðu lánlausa Valsmenn
Sá gamli, Jeb Ivey, hefur verið funheitur að undanförnu.
Sunnudagur 4. nóvember 2018 kl. 20:54

Njarðvíkingar lögðu lánlausa Valsmenn

Valsmenn voru engin fyrirstaða fyrir Njarðvíkinga í 32-liða úrslitum Geysis-bikars karla í körfubolta, þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Heimamenn höfðu sigur 78-68, þar sem Jeb Ivey hélt uppteknum hætti og skilaði góðu dagsverki með 21 stig, 10 stoðsendingar og 5 fráköst. Kristinn Pálsson átti flottan leik fyrir græna, skoraði 15 stig og tók 10 fráköst. Njarðvíkingar höfðu undirtökin allan leikinn og höfðu nokkuð þægilegan sigur gegn Valsmönnum sem enn hafa ekki sigrað leik á tímabilinu. Njarðvíkingar því komnir í pottinn í 16-liða úrslitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024