Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 13. mars 2003 kl. 20:55

Njarðvíkingar komu til baka og sigruðu

Tveir leikir voru í 8-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar sigruðu KR á útivelli, 90:87, eftir að hafa lent 20 stigum undir í 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 48:33 KR-ingum í hag en í síðari hálfleik voru gestirnir sterkari og sigruðu. Grindvíkingar virtust ekki eiga í teljandi vandræðum með Hamar en í síðari hálfleik hresstust gestirnir við. Heimamenn náðu þó að tryggja sér sigurinn, þótt naumur væri. Lokatölur voru 80:74 en staðan í hálfleik var 45:32 heimamönnum í hag.Teitur Örlygsson skoraði 32 stig fyrir Njarðvík gegn KR, Gregory Harris 22 og Halldór Karlsson 13.

Í leik Grindvíkinga og Hamars var Corey Dickersson með 27 stig fyrir Grindavík, Helgi Jónas Guðfinnsson 18 og Páll Axel Vilbergsson 17.

Staðan í rimmum liðanna er því 1-0 fyrir Njarðvík og Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024