Njarðvíkingar komu til baka og sigruðu
Tveir leikir voru í 8-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar sigruðu KR á útivelli, 90:87, eftir að hafa lent 20 stigum undir í 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 48:33 KR-ingum í hag en í síðari hálfleik voru gestirnir sterkari og sigruðu. Grindvíkingar virtust ekki eiga í teljandi vandræðum með Hamar en í síðari hálfleik hresstust gestirnir við. Heimamenn náðu þó að tryggja sér sigurinn, þótt naumur væri. Lokatölur voru 80:74 en staðan í hálfleik var 45:32 heimamönnum í hag.Teitur Örlygsson skoraði 32 stig fyrir Njarðvík gegn KR, Gregory Harris 22 og Halldór Karlsson 13.Í leik Grindvíkinga og Hamars var Corey Dickersson með 27 stig fyrir Grindavík, Helgi Jónas Guðfinnsson 18 og Páll Axel Vilbergsson 17.
Staðan í rimmum liðanna er því 1-0 fyrir Njarðvík og Grindavík.







