Njarðvíkingar komnir í úrslit Maltbikarsins

Njarðvík tryggði sér rétt í þessu sæti í úrslitaleiknum í Maltbikarkeppninni 2017 í Laugardalshöllinni eftir sigur á Skallagrím eftir hörku leik. Lokatölur leiksins voru 78-75 fyrir Njarðvík.
Skallagrímur hafði yfirhöndina framan af leik en Njarðvík jafnaði og komst yfir í fjórða leikhluta. Baráttan var geggjuð hjá liði Njarðvíkur sem náði að lokum í nokkuð óvæntan sigur.
Njarðvík mætir þar með annað hvort Keflavík eða Snæfelli í úrslitum Maltbikarsins klukkan 16:30 á laugardaginn en þau lið munu mætast í kvöld kl. 20.