Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Njarðvíkingar komnir í sumarfrí
Fimmtudagur 22. mars 2018 kl. 21:26

Njarðvíkingar komnir í sumarfrí

Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað þriðja leiknum í röð gegn KR í 8 liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfubolta. Lokatölur urðu 71-81 fyrir þá röndóttu í Vesturbænum.
Njarðvíkingar léku betur en í síðustu leikjum en það dugði þó ekki til gegn sterkum KR-ingum, drifnum áfram af Pavel Ermolinski sem skoraði 24 stig. Heimamenn leiddu í hálfleik með átta stiga mun en þeir grænu komu sterkir inn í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í eitt stig fyrir lokaleikhlutann. Þeir náðu þó ekki að fylgja því eftir og urðu að lúta í gras í lokin.

Terrell Vinson skoraði 20 stig fyrir Njarðvík, Logi Gunnarsson var með tólf og Maciek Stanislav 11 stig. Ragnar A. Natanelsson tók 18 fráköst og skoraði tíu stig.

KR-ingar eru fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Grindavík og Keflavík hafa bæði tapað tveimur fyrstu leikjunum og eru ekki í góðri stöðu. Fari svo að liðin tapi í þriðja leik verður ekkert lið frá Suðurnesjum í undanúrslitum Domino’s deildarinnar. Það hefur aldrei gerst í sögu úrslitakeppninnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024