Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar komnir á toppinn ásamt Keflavík og Val
Damier Erik Pitts skoraði 27 stig í kvöld en það dugði þó ekki gegn sterku liði Njarðvíkur. VF-myndir: Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 10. febrúar 2023 kl. 23:50

Njarðvíkingar komnir á toppinn ásamt Keflavík og Val

Njarðvíkingar sýndu styrk sinn í kvöld þegar þeir unnu góðan sigur á Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfuknattleik. Liðin eru í ólíkri stöðu, Njarðvík að berjast á toppnum en Grindavík í því áttunda og berst fyrir sæti í úrslitakeppninni.

Fyrstu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum en fljótlega tóku Njarðvíkingar að byggja upp forystu. Munurinn var fimm stig eftir fyrsta leikhluta (19:24) og hann var orðinn fjórtán stig í hálfleik (35:49).

Heimamenn í Grindavík bitu frá sér í þriðja leikhluta og náðu muninum niður í sjö stig (59:66) en gestirnir gengu frá sigrinum í síðasta leikhluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Damier Erik Pitts (27 stig) og Ólafur Ólafsson (15 stig/13 fráköst) báru af í liði heimamanna en Njarðvíkingar dreifðu frammistöðunni á fleiri meinn; Dedrick Deon Basile var stiga- og framlagshæstur en Lisandro Rasio, Mario Matasovic og Nicolas Richotti skoruðu allir hátt í 20 stig hver.

Þar sem bæði Keflavík og Valur töpuðu sínum leikjum í þessari umferð eru þessi þrjú lið; Keflavík, Njarðvík og Valur, nú á toppnum með 24 stig hvert, Haukar eru í því fjórða með 22 stig, Breiðablik er í fimmta sæti með 16 stig og svo koma Stjarnan, Tindastóll og Grindavík, öll með 14 stig. Þór Þorlákshöfn er í níunda sæti með 12 stig, aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík.

Grindavík - Njarðvík 71:94

(19:24, 16:25, 24:17, 12:28)

Grindavík: Damier Erik Pitts 27, Ólafur Ólafsson 15/13 fráköst, Zoran Vrkic 9/4 fráköst, Valdas Vasylius 8/4 fráköst, Bragi Guðmundsson 8/4 fráköst, Magnús Engill Valgeirsson 3, Kristófer Breki Gylfason 1, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.
Njarðvík: Dedrick Deon Basile 23/9 fráköst/8 stoðsendingar, Lisandro Rasio 19/13 fráköst, Mario Matasovic 18/8 fráköst, Nicolas Richotti 15, Jose Ignacio Martin Monzon 7/4 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 5/5 fráköst, Logi Gunnarsson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Maciek Stanislav Baginski 2, Elías Bjarki Pálsson 0, Jan Baginski 0.


Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók myndir á leiknum og má sjá myndasafn neðst á síðunni.

Grindavík - Njarðvík (71:94) | Subway-deild karla 10. febrúar 2023