Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar kláruðu Keflvíkinga í blálokin
Isaiah Coddon setti niður bæði vítaköstin til að koma Njarðvík í þriggja stiga forystu þegar rétt rúmar sjö sekúndur voru til leiksloka. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 18. október 2024 kl. 22:23

Njarðvíkingar kláruðu Keflvíkinga í blálokin

Blue-höllin var þétt setin þegar nágrannaliðin Keflavík og Njarðvík áttust þar við í kvöld í Bónusdeild karla í körfuknattleik. Heimamenn höfðu undirtökin framan af en í lokin sigu gestirnir fram úr og höfðu að lokum eins stigs sigur.

Keflavík - Njarðvík 88:89

(30:25, 22:17, 24:23, 12:24)
Wendell Green var stigahæstur hjá Keflavík með 21 stig.
Milka reyndist sínum fyrri samherjum erfiður.
Stemmningin var frábær í höllinni og áhorfendur vel með á nótunum.

Keflavík: Wendell Green 21, Jaka Brodnik 16/9 fráköst, Hilmar Pétursson 14/4 fráköst, Igor Maric 12/5 fráköst, Jarell Reischel 9/8 fráköst, Marek Dolezaj 9, Sigurður Pétursson 4/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Frosti Sigurðsson 0, Finnbogi Páll Benónýsson 0, Ismael Herrero Gonzalez 0, Nikola Orelj 0.

Njarðvík: Dominykas Milka 25/19 fráköst, Dwayne Lautier-Ogunleye 18/9 fráköst/8 stoðsendingar, Khalil Shabazz 15/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 12/9 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10/7 fráköst, Isaiah Coddon 7, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Patrik Joe Brimingham 0, Alexander Smári Hauksson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, mundaði myndavélina í Blue-höllinni og ræddi við Njarðvíkingana Rúnar Inga Erlingsson og Veigar Pál Alexandersson eftir leik, viðtölin eru í spilara hér að neðan og myndasafn neðst á síðunni.

Keflavík - Njarðvík (88:89) | Bónusdeild karla 18. október 2024