Njarðvíkingar Íslandsmeistarar í 10. flokki
Njarðvíkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í 10. flokki karla í körfubolta um helgina er liðið vann sigur á KR 77-64. Þessi tvö öflugu lið hafa alla yngri flokkana eldað saman grátt silfur og KR um árabil haft betur en nú var röðin komin að Njarðvíkingum sem fögnuðu vel og innilega í leikslok. Njarðvíkingurinn Adam Eiður Ásgeirsson var valinn besti maður leiksins með 28 stig, 4 fráköst, 3 stolna bolta og eina stoðsendingu.
Karfan.is var á staðnum en nánari umfjöllun þeirra félaga má sjá hér.