Njarðvíkingar Íslandsmeistarar
Kvennalið Njarðvíkingar varð á laugardag Íslandsmeistari í 2. deild kvenna og ávann sér réttinn til að leika í efstu deild kvenna að ári. Keppnin í 2. deildinni var hnífjöfn að þessu sinni og enduðu þrjú lið jöfn með 20 stig en Njarðvíkingar voru með bestu innbyrðis stigatöluna, alveg eins og í EPSON-deildinni, og meistaratitillin því þeirra.
Njarðvíkurstúlkur voru í 3. sæti fyrir síðasta leikinn. Þær þurftu að sigra ÍR/Breiðablik með 6 stigum til að ná efsta sætinu, sigra til að ná öðru sætinu en tap hefði þýtt 3. sætið. Leikurinn var í jafn og spennandi þar til u.þ.b. 8 mínútur voru til leiksloka en þá breytti Ísak Tómason, þjálfari liðsins, um leikaðferð. Hann færði svæðisvörnin liðsins framar á völlinn og setti þannig aukna pressu á bakverði gestanna. ÍR/Breiðablik fann ekkert svar við Njarðvíkurvörninni sem skoraði 21 stig í röð og gerði bæði út um leikinn og mótið.
Ísak ánægður
Ísak Tómasson, þjálfari, var ánægður með sigurinn. „Það var jafnræði með liðunum alveg þangað til 8 mínútur voru eftir þá settum við 21 stig í röð. Ég breytti vörninni og hlutirnir fóru að rúlla okkur í hag. Það var svolítið stress og taugaveiklun í byrjun enda öllum ljóst að verið var að spila úrslitaleik. Við höfðum átt okkar lélegustu leiki á útivelli gegn Haukum og ÍR/Breiðablik í vetur en vorum ósigraðar á heimavelli í vetur og erum það enn.“
Ertu ánægður með veturinn?
„Þetta er búinn að vera skemmtilegur vetur. Við misstum marga góða leikmenn en þær sem eftir voru tóku góðum framförum og tókst að klára verkefnið með sóma.“
Hvernig lýst þér á næsta ár í efstu deild?
„Ég veit ekki hvað verður næsta ár. Ég er sjálfur aðeins ráðinn eins árs. Þetta verður bara að koma í ljós.“
Töluverður getumunur hefur verið á liðunum í fyrstu og 2. deild kvenna og ljóst að Njarðvíkurstúlkur þurfa liðsauka, bæði í formi leikmanna og aukins stuðnings. Nokkrir Njarðvíkingar leika um þessar mundir með öðrum liðum bæði hérlendis og erlendis og hver veit nema einhverjir þeirra snúi á heimaslóðir á næsta tímabili.
Njarðvíkurstúlkur voru í 3. sæti fyrir síðasta leikinn. Þær þurftu að sigra ÍR/Breiðablik með 6 stigum til að ná efsta sætinu, sigra til að ná öðru sætinu en tap hefði þýtt 3. sætið. Leikurinn var í jafn og spennandi þar til u.þ.b. 8 mínútur voru til leiksloka en þá breytti Ísak Tómason, þjálfari liðsins, um leikaðferð. Hann færði svæðisvörnin liðsins framar á völlinn og setti þannig aukna pressu á bakverði gestanna. ÍR/Breiðablik fann ekkert svar við Njarðvíkurvörninni sem skoraði 21 stig í röð og gerði bæði út um leikinn og mótið.
Ísak ánægður
Ísak Tómasson, þjálfari, var ánægður með sigurinn. „Það var jafnræði með liðunum alveg þangað til 8 mínútur voru eftir þá settum við 21 stig í röð. Ég breytti vörninni og hlutirnir fóru að rúlla okkur í hag. Það var svolítið stress og taugaveiklun í byrjun enda öllum ljóst að verið var að spila úrslitaleik. Við höfðum átt okkar lélegustu leiki á útivelli gegn Haukum og ÍR/Breiðablik í vetur en vorum ósigraðar á heimavelli í vetur og erum það enn.“
Ertu ánægður með veturinn?
„Þetta er búinn að vera skemmtilegur vetur. Við misstum marga góða leikmenn en þær sem eftir voru tóku góðum framförum og tókst að klára verkefnið með sóma.“
Hvernig lýst þér á næsta ár í efstu deild?
„Ég veit ekki hvað verður næsta ár. Ég er sjálfur aðeins ráðinn eins árs. Þetta verður bara að koma í ljós.“
Töluverður getumunur hefur verið á liðunum í fyrstu og 2. deild kvenna og ljóst að Njarðvíkurstúlkur þurfa liðsauka, bæði í formi leikmanna og aukins stuðnings. Nokkrir Njarðvíkingar leika um þessar mundir með öðrum liðum bæði hérlendis og erlendis og hver veit nema einhverjir þeirra snúi á heimaslóðir á næsta tímabili.