Njarðvíkingar í undanúrslit
Unglingaflokkur UMFN tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikarkeppninni í körfuknattleik í gærkvöld með góðum útisigri á FSu 80-87. Jóhann Árni Ólafsson gerði 32 stig fyrir UMFN í leiknum og 15 af þeim komu í fyrsta leikhluta. FSu er skólalið við körfuboltaakademíuna á Selfossi undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar og þar er jafnan að finna samansafn sterkra leikmanna úr hinum ýmsu félögum á landinu. Njarðvíkingar lögðu FSu að velli í gær með að eins sjö leikmenn á leikskrá en þeir notuðust aðeins við sex leikmenn í leiknum.
Á vefsíðu Njarðvíkinga, www.umfn.is, kemur fram að strákarnir hafi verið að spila frábæran bolta og sigurinn hafi verið fyllilega verðskuldaður. Þess má einnig geta að unglingaflokkur UMFN er taplaus í deildarkeppninni í Íslandsmótinu.
VF-mynd/ Jóhann Árni hefur um langt skeið borið höfuð og herðar yfir jafnaldra sína í íþróttinni.