Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 5. maí 2003 kl. 09:40

Njarðvíkingar í undanúrslit

Njarðvík tryggði sér sæti í úrslitaleik Deildarbikarkeppni neðri deildar með 3 - 1 sigri á HK á Njarðvíkurvelli í gær. HK menn byrjuðu leikinn með látum og skorðu strax á 3. mínútur. Markið sló heimamenn útaf laginu og tók góða stund fyrir heimamenn að ná áttum. HK lék undan vindinum í fyrri hálfleik og voru sóknarlotur þeirra hættulegri þó engin skapaði stórhættu, vörnin hélt vel. Njarðvíkngar voru þolinmóðir í öllum aðgerðum sínum. Eyþór og Högni hefðu með smá heppni geta sett mörk. Í seinni hálfleik sóttu Njarðvíkingar ákaft undan vindinum en voru jafnframt heppnir tvisvar er færi HK manna fóru út um þúfur. Á 75. mínútu náði Gunnar Örn Einarsson að jafna leikinn með laglegu marki enn hann hafði komið inná 3m áður. Eyþór bætti við öðru marki okkar á 77. mínútu og á 81. mínútu gerði Óskar Örn Hauksson glæsilegt mark með skoti efst í markhornið. Sigur heimamanna var sanngjarn, liðið var að spila boltanum vel og voru stanslaust að reyna að búa eitthvað til.
Í hinum undanúrslitaleiknum léku Breiðablik og Völsungur í Fífunni og sigraði Breiðablik 6- 1. Njarðvík mætir því Breiðablik í úrslitaleik næsta laugardag þann 10. maí.

Frétt af umfn.is!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024