Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar í sparifötin gegn KR
Mánudagur 3. júní 2019 kl. 17:18

Njarðvíkingar í sparifötin gegn KR

Njarðvíkingar fara í Vesturbæ Reykjavíkur og mæta stórveldinu KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knattspyrnu en dregið var í næstu umferð í dag. Leikurinn verður fimmtudaginn 27. júní nk. Kl. 19:15.

Fréttaskrifari á heimasíðu Njarðvíkinga kemur skemmtilega að orði eftir dráttinn og segir: „Það er því ljóst af við Njarðvíkingar verðum að fara í sparifötin og fjölmenna í vesturbæinn og láta í okkur heyra.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Drátturinn hjá körlunum var annars svona:

Breiðablik – Fylkir
KR – Njarðvík
ÍBV – Víkingur R
FH – Grindavík