Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar í öðru sæti
Miðvikudagur 18. nóvember 2015 kl. 22:45

Njarðvíkingar í öðru sæti

Þrír sigrar í röð

Njarðvíkingar unnu sinn þriðja sigur í röð i Domino's deild karla í körfubolta í kvöld þegar ÍR-ingar komu í heimsókn í Ljónagryfjuna. Niðurstaðan 100-86 Njarðvík í vil. Nokkuð þægilegur sigur heimamanna en að sama skapi voru þeir fremur lengi í gang og hleyptu ÍR-ingum full mikið inn í leikinn á köflum.

Haukur Helgi Pálsson var í ham enn og aftur en hann er sífellt að sýna betur hvers vegna hann er einn besti leikmaður landsins. Hann setti 28 stig í leiknum og skilaði góðu dagsverki á báðum endum vallarins, enda uppskar hann alls 37 framlagsstig. Simmons var með 21 stig og Logi Gunnarsson var með 19. Fimm Njarðvíkingar voru í tveggja stafa tölum í stigaskorinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Töfræði leiksins

Nú deila Njarðvíkingar öðru sæti deildarinnar ásamt KR sem á þó leik til góða á morgun gegn Keflavík.