Mánudagur 24. janúar 2005 kl. 00:46
Njarðvíkingar í bikarúrslitin
Njarðvíkingar unnu stórsigur á Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, 76-113. Leikurinn í kvöld fór fram í Smáranum og léku Njarðvíkingar mestmegnis á ungu strákunum sem stóðu sig með mikilli prýði. Njarðvík mætir Fjölni í úrslitum.
Nánar um leikinn á morgun...