Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar í 2. flokki áfram í bikarnum
Föstudagur 10. júní 2005 kl. 18:35

Njarðvíkingar í 2. flokki áfram í bikarnum

Njarðvík sigraði Aftureldingu í fyrstu umferð bikarkeppni 2.flokks í knattspyrnu í gær. Leikurinn endaði 3-3 eftir venjulegan leiktíma þar sem Einar Valur Árnason skoraði tvö mörk og Víðir Einarsson eitt. Staðan breyttist ekki í framlengingu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi og endaði 6-5 fyrir Njarðvík eftir að Kári Oddgeirsson varði í marki Njarðvíkur.

Mynd af www.umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024