Njarðvíkingar í 1. deild
Njarðvíkingar hafa endurheimt sæti sitt í 1. deild karla í knattspyrnu eftir 5-1 heimasigur gegn Aftureldingu í gærkvöldi. Eyþór Guðnason gerði þrjú mörk í leiknum en Kristinn Björnsson og Kristinn Örn Agnarsson gerðu sitt markið hvor.
Njarðvíkingar hafa 36 stig á toppi deildarinnar en í öðru og þriðja sæti eru Reynir Sandgerði og Fjarðarbyggð en hvorugt liðið er enn orðið öruggt með sæti í 1. deild.
Næsti leikur Njarðvíkinga í 2. deildinni er gegn Sindra laugardaginn 26. ágúst.
VF-mynd/ Njarðvíkingar fagna