Njarðvíkingar hristu af sér slenið
Sigruðu Hauka á útivelli
Eftir tvo tapleiki í röð komust Njarðvíkingar aftur á sigurbraut þegar þeir heimsóttu Hauka í tíundu umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar höfðu 73-79 sigur og komust þar með í sjötta sæti deildarinnar. Þar eru þeir með 12 stig líkt og Þór og Haukar sem eru í næstu sætum fyrir ofan.
Í vikunni ákváðu Njarðvíkingar að láta bandaríska leikmanninn Marquis Simmons fara og hann sat í stúkunni í kvöld. Haukur Helgi hristi af sér smá slen og bauð upp á 30 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar gegn Haukum. Maciek Baginski átti flottan leik en hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvíkinga.