Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar hlaða byssurnar í Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 26. ágúst 2021 kl. 07:22

Njarðvíkingar hlaða byssurnar í Ljónagryfjunni

Úrvalsdeildarlið Njarðvíkinga í körfubolta hefur fengið góðan liðsauka fyrir komandi körfuboltatíð. Tveir leikmenn sem hafa leikið í efstu deildinni á Spáni eru komnir til Njarðvíkur en í vor var greint frá komu Hauks Helga Pálssonar sem einnig hefur leikið þar ytra. Þá hefur UMFN fengið til sín bandaríska leikmanninn Dedrick Basile en hann lék með Þór á Akureyri á síðasta tímabili. Benedikt Guðmundsson er nýr þjálfari UMFN en hann er einn þekktasti og reyndasti þjálfari landsins. 

Nicolás Richotti er argentínskur bakvörður og leikstjórnandi og hefur undanfarin áratug leikið með Tenerife í efstu deild á Spáni. Hann hefur m.a. unnið meistaradeildina í Evrópu með liði sínu þar sem hann var lengi fyrirliði og þá hefur hann leikið með argentínska landsliðinu. Njarðvíkingar sömdu síðan í framhaldi við fyrrum liðsfélaga Nicolás, grískan miðherja að nafni Forios Lampropoulos sem er 206 sm. á hæð og lék síðast í Quatar en hann hefur líka leikið í hinni sterku spænsku ABC úrvalsdeild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar sögðu frá því í vor þegar þeir rétt sluppu við fall úr efstu deild að þeir myndu snúa vörn í sókn og mæta öflugir til leiks á nýrri leiktíð. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta á ónefndur styrktaraðili sem fáir kannast við að hafa sagt að hann vildi sjá karla- og kvennalið UMFN í toppbaráttunni og skyldi leggja til fjármagn til þess.