Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 15:16

Njarðvíkingar hafa yfirhöndina.... í tískunni!

Á blaðamannafundi sem haldinn var vegna úrslitaeinvígis Keflavíkur og Njarðvíkur mættu leikmenn Njarðvíkurliðsins allir mjög flottir í tauinu og greinilegt að menn þar á bæ eru farnir að gíra sig upp fyrir úrslitaeinvígið.Keflvíkingar voru ekkert að hafa fyrir því að mæta í sínu fínasta pússi og mættu frekar hversdagslega til fara enda sumir að koma beint úr vinnu. Það er því ljóst að Njarðvíkingarnir hafa yfirhöndina í einvíginu hvað tískuna varðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024