Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

  • Njarðvíkingar geta tryggt farseðil í undanúrslitin
    Njarðvíkingar fjölmenna í Ásgarð í kvöld
  • Njarðvíkingar geta tryggt farseðil í undanúrslitin
    Hjörtur Hrafn Einarsson
Sunnudagur 29. mars 2015 kl. 10:42

Njarðvíkingar geta tryggt farseðil í undanúrslitin

Fjórði leikurinn í stríðinu við Stjörnuna í Ásgarði í kvöld

Í kvöld fer fram 4. leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Domino´s deildar karla. Þetta einvígi hefur verið algjört augnakonfekt fyrir áhorfendur sem margir hverjir eru búnir að naga sig ofan í kjúkur fingra sinna, slík hefur spennan verið í öllum leikjunum. 

Liðin eru óneitanlega mjög jöfn og raðast vel upp á móti hvort öðru. Til að gefa skyrari mynd af því má benda á að ef samanlögð úrslit úr öllum þremur leikjunum eru lögð á borðið munar ekki nema 9 heilum stigum á liðunum, Njarðvík í hag. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hjörtur Hrafn Einarsson, leikmaður Njarðvíkur, er löngu búinn að skapa sér nafn sem mikill baráttujaxl sem tekur að sér ýmis hlutverk fyrir liðið þegar þörfin krefur. Hjörtur spilar stöðu kraftframherja og sem slíkur er hann ekki sá hávaxnasti í deildinni en vegur upp á móti því með dugnaði sínum og leikreynslu. Víkurfréttir slógu á þráðinn til Hjartar fyrir leikinn í kvöld.

,,Leikurinn leggst mjög vel í mig. Það eru allir heilir í okkar hópi og tilbúnir í verkefnið. Við verðum að vera tilbúnir frá fyrstu mínútu, vilja þetta bara meira og berjast allan leikinn."

Aðspurður hvað þarf að ganga upp hjá Njarðvík í kvöld til knésetja Stjörnuna hafð Hjörtur þetta að segja:

,,Ég myndi segja að varnarleikurinn skipti öllu máli í svona leik og að vinna frákastabaráttuna. Stjarnan er með mjög gott sóknarlið og og við verðum að standa okkar plikt varnarlega. Þeir eru með góða bakverði sem keyra hratt upp völlinn og það verðum við að stoppa. Það skiptir okkur líka máli að láta erlendan leikmann þeirra hafa fyrir hlutunum í kringum körfuna. Það má ekkert vera ókeypis."

Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst kl. 19:15 í kvöld og ætla Njarðvíkingar að fjölmenna á leikinn til að styðja sitt lið áfram.