Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar gerðu út um leikinn á 30 mínútum
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 10:20

Njarðvíkingar gerðu út um leikinn á 30 mínútum

- Skora tæp þrjú mörk í leik

Njarðvíkingar afgreiddu ÍH í fyrri hálfleik þegar liðin áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu í Njarðvík í gær. Lokatölur urðu 5-3 fyrir Njarðvík en þeir grænklæddu byrjuðu leikinn með látum.

Eftir aðeins tæplega hálftíma leik var staðan orðin 4-0 fyrir heimamenn má segja að með þessari rispu hafi Njarðvíkingar gert út um leikinn. Andri Fannar Freysson kom Njarðvíkingum á bragðið með marki eftir 17 mínútur. Þeir Viktor Guðnason, Kristinn Björnsson og Magnús Örn Þórsson bættu við mörkum áður en flautað var til leikhlés en þó náðu gestirnir að lauma inn einu marki rétt fyrir hálfleikinn.

Magnús Örn Þórsson skoraði svo sitt annað mark strax í upphafi síðari hálfleiks og sigur Njarðvíkinga í höfn. Gestirnir svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum á lokakaflanum en þó hefðu Njarðvíkingar getað skorað fleiri mörk því ekki skorti þá færin en lokatölur eins og áður segir 5-3 fyrir Njarðvíkinga.

Staðan:





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024