Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ
Njarðvíkingar höfðu góðan 1-2 útisigur í 2. deildinni í knattspyrnu þegar þeir mættu í Mosfellsbæ í gær og léku gegn Aftureldingu. Njarðvíkingar komust yfir eftir rúmar 20 mínútur þegar Ólafur Jón Jónsson skoraði eftir að hafa komist einn inn fyrir. Heimamenn í Aftureldingu misstu mann útaf skömmu fyrir leikhlé og Njarðvíkingar léku manni fleiri það sem eftir lifði leiks. Afturelding náði þó að jafna áður en leikhlé skall á og staðan 1-1.
Það var svo þegar að stundarfjórðungur var eftir að leiknum að Kristinn Björnsson skoraði sigurmark Njarðvíkinga beint úr aukaspyrnu og þar við sat, 1-2 fyrir Njarðvík.
Staðan í 2. deild