Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fyrstu fórnarlömb Hattar
Föstudagur 8. janúar 2016 kl. 21:00

Njarðvíkingar fyrstu fórnarlömb Hattar

Töpuðu gegn nýliðunum fyrir austan

Höttur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfubolta þegar Njarðvíkingar mættur austur í kvöld. Lokastaðan 86:79 þar sem afleitur þriðji leikhluti gerði útaf við Njarðvíkinga sem léku án nýja erlends leikmanns í kvöld.

Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson stigahæstur með 17 stig. Nýr leikmaður Njarðvíkinga Oddur Kristjánsson skoraði 12 stig og tók 6 fráköst í sínum fyrsta leik en erlendi leikmaðurinn Michael Craig var víst ekki kominn með leikheimild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024