Njarðvíkingar fjölmenna í Hólminn
Njrðvíkingar í samstarfi við SBK verða með sætaferðir á oddaleik Snæfells og Njarðvíkur í Hólminum á fimmtudag. Brottför verður frá íþróttamiðstöðinni í Njarðvík klukkan 15:00. Njarðvíkingar ætla að fjölmenna á leikinn sem er oddaleikur um sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla. Verð á mann í rútu er 1500 krónur.
Skráning er í sætaferðir í síma 661-9096 - Einara Lilja.