Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fara í Evrópukeppni
Laugardagur 29. apríl 2006 kl. 14:55

Njarðvíkingar fara í Evrópukeppni

Lokahóf KKD Njarðvíkur fór fram í Stapa á föstudagskvöld og var hófið hið glæsilegasta. Valþór Söring Jónsson, formaður KKD UMFN, tilkynnti á lokahófinu að Njarðvíkingar myndu taka þátt í Evrópukeppninni í körfuknattleik á næstu leiktíð en það er sama keppni og Keflavík hefur verið að taka þátt í síðustu ár.

Friðrik Stefánsson var valinn besti leikmaður Njarðvíkurliðsins fyrir nýliðið tímabil og þá var Brenton Birmingham valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Egill Jónasson fékk verðlaun fyrir mestu framfarir og Jóhann Árni Ólafsson var valinn efnilegasti leikmaður liðsins.

Örvar Kristjánsson og Ragnar Ragnarsson voru valdir bestu félagarnir og Teitur Örlygsson var sæmdur gullmerki Ungmennafélags Njarðvíkur og varð hann fyrstur manna til þess að verða þessa heiðurs aðnjótani. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Ungmennafélagsins sem einhver er sæmdur gullmerki og því sérstakur heiður. Þá voru velunnarar deildarinnar einnig heiðraðir. Björgvin Franz Gíslason fór með gamanmál í eftirhermuformi og rétt eins og í áramótaskaupinu var hann frábær. Mummi Hermanns, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson sáu um tónaflóðið.

VF-myndir/ JBÓ
[email protected] 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024