Njarðvíkingar fá toppliðið í heimsókn
Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna en allir fjórir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Topplið Snæfells mætir í Ljónagryfjuna og leikur gegn Njarðvíkingum sem eru á botni deildarinnar, en hin Suðurnesjaliðin tvö leika á útivelli.
Leikir kvöldsins í Domino's deild kvenna, 19:15:
Hamar - Keflavík
Valur - Grindavík
Njarðvík - Snæfell
KR - Haukar