Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fá sterkan bakvörð
Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 15:39

Njarðvíkingar fá sterkan bakvörð

Njarðvíkingar hafa samið við bandaríska bakvörðinn Dustin Salisbery en hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Domino's deild karla í körfubolta. Salisbery er 28 ára gamall, 196 cm á hæð og hefur leikið sem atvinnumaður í Þýskalandi, Grikklandi, Rúmeníu, Mexíkó og Dóminíska lýðveldinu. Leikmaðurinn lék með Temple háskólanum í Bandaríkjunum áður en hann gerðist atvinnumaður en þar var hann með rúm 16 stig í leik á lokaárinu sína. Hér að neðan má sjá tilþrif hjá kappanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024