Njarðvíkingar fá Serba til reynslu
Knattspyrnulið Njarðvíkinga hefur sótt um leikheimild fyrir 23 ára serbneskan miðvallarleikmann. Helgi Bogason, þjálfari Njarðvíkinga, segir leikmanninn koma til reynslu til að byrja með, en vonast auðvitað til þess að hann standist undir væntingum.
Leikmaðurinn kemur til landsins um helgina og spilar með liðinu í deildarbikarnum á sunnudaginn hafi leikheimild borist fyrir þann tíma.