Njarðvíkingar fá nýjan þjálfara
Mikael Nikulásson er nýr þjálfari 2. deildarliðs Njarðvíkinga í knattspyrnu en samningur hans við Knattspyrnudeild UMFN er til næstu tveggja ára.
Mikael starfaði við þjálfun hjá ÍH á árunum 2006–2010 ásamt því að leika með liðinu en Mikael lék einnig með liðum á borð við Fylki, Selfoss og Huginn á árum áður.
Mikael er knattspyrnuáhugamönnum kunnugur í umfjöllun um íslenska knattspyrnu á liðnum árum.
Samningur Mikaels og knattspyrnudeildar Njarðvíkur var undirritaður í aðalstöðvum Bílaútsölunnar í gærkvöldi.